44. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 8. maí 2017 kl. 09:31


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:31
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:31
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:31
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 09:31
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:31
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:31
Oktavía Hrund Jónsdóttir (OktJ) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 09:31
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:32

Lilja Dögg Alfreðsdóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 09:32
Meiri hluti nefndarinnar (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Brynjar Níelsson, Jón Steindór Valdimarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Bjarnason) afgreiddi umsögn um málið til fjárlaganefndar. Boðað var að skilað yrði þremur umsögnum frá minni hluta nefndarinnar.

2) Fundargerð Kl. 09:38
Fundargerð 43. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

3) Önnur mál Kl. 09:38
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:38